Alicja Lei til Meniga

Alicja Lei.
Alicja Lei.

Alicja Lei hefur verið ráðin í markaðsdeild Meniga og mun styrkja fyrirtækið í þeim fjölmörgu erlendu verkefnum sem framundan eru.

Alicja fædd og uppalin í Kanada en hefur lært og starfað í Bandaríkjunum, Englandi og á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hún vann í markaðsdeild útivistarmerkisins Helly Hansen um nokkurt skeið en eftir að hafa flutt til Íslands hefur hún unnið sem vörumerkjastjóri fyrirtækisins Travelade.

Alicja er gift Arnþóri Heimissyni, fjármálastjóra hjá Röfnum en hann á eina dóttur. Alicja hefur gaman af eldamennsku og notar hvert tækifæri til þess að komast á fjallaskíði, segir í fréttatilkynningu.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn rúmlega 150. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 160 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 90 milljónum einstaklinga í 30 löndum. Meniga er með skrifstofur í Kópavogi, London, Stokkhólmi, Varsjá, Barcelona og Singapúr.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK