Brjálað að gera í breskum matvörubúðum

AFP

Aldrei áður hefur verið jafn mikið að gera í breskum matvöruverslunum í marsmánuði og nú og er þetta rakið til kórónuveirunnar enda hillur verslana nánast tæmdar á nokkrum dögum.

AFP

Samkvæmt upplýsingum frá samtökum verslunarinnar í Bretlandi er aukningin á milli ára 20,6% og nam sala matvöruverslana, bæði á staðnum sem og á netinu, 10,8 milljörðum punda, sem svarar til tæplega 1.900 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða fjögurra vikna tímabili sem lauk 22. mars. 

AFP

Áfengissala jókst um 22% og þurrvara og frosinn matur um 28%. Á tímabilinu sem um ræðir var ekki búið að setja samkomubann líkt og nú gildir en í Bretlandi hefur fólk þurft að halda sig heima fyrir utan að það má fara í matvörubúðir og lyfjaverslanir frá 23. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK