Gistisamdrátturinn í febrúar 12,7%

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í febrúar síðastliðnum dróst saman um 12,7% samanborið við febrúar 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 4% og um 24% á gistiheimilum. Þá var 43% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.) var 1% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 555.000 í febrúar en þær voru um 636.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 387.000, þar af 336.000 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 102.000 og um 67.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 336.000 sem er 4% fækkun frá sama mánuði árið áður. Gistinóttum á hótelum fækkaði hlutfallslega mest á Suðurlandi (18%), Suðurnesjum (13%) og Norðurlandi (12%) en fjölgaði nokkuð á Austurlandi (8%). Um 66% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.100, sem var 2% aukning frá febrúar 2019.

Herbergjanýting á hótelum í febrúar 2019 var 60,1% og dróst saman um 6,9 prósentustig frá fyrra ári. Á sama tíma jókst framboð gistirýmis um 6,1% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í febrúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða 79,4%.

Um 89% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 298.400. Ferðamenn frá Bretlandi voru með flestar gistinætur (95.600), þar á eftir komu Bandaríkjamenn (66.700) og Þjóðverjar (23.300) en gistinætur Íslendinga voru 37.700. Áhrifa Covid-19 faraldursins var á þessum tíma helst tekið að gæta í því að 55% samdráttur var á hótelgistinóttum Kínverja frá sama mánuði fyrra árs, en þær voru 13.900.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK