Kaup á hlutafé í Bláfugli gengin í gegn

Flugvél Bláfugls.
Flugvél Bláfugls. Ljósmynd/Aðsend

Leyst hefur verið úr fyrivörum vegna kaupa Avia Solutions Group (ASG) á Bláfugli ehf af BB Holding ehf og hafa kaupin nú gengið í gegn og kaupverð verið greitt.

Tilkynnt var um kaupin í lok janúar.

Steinn Logi Björnsson, einn seljanda og núverandi forstjóri, mun starfa áfram sem forstjóri Bláfugls til 30. apríl og eftir það verður hann ráðgjafi félagsins. Sigurður Örn Ágústsson verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar.

Eigendur BB Holding eru þeir Steinn Logi Björnsson, Hannes Hilmarsson, Geir Valur Ágústsson og Stefán Eyjólfsson.

Blá­fugl starfar und­ir hjá­heit­inu Blu­ebird Nordic. Fé­lagið var stofnað árið 1999 og hóf flug­starf­semi árið 2001 með ís­lenskt flugrekstr­ar­leyfi. Fé­lagið hef­ur verið með allt að 8 B737-frakt­flug­vél­ar í rekstri.

Blu­ebird Nordic starfar einkum á sk. blaut­leigu­markaði (e. Wet Lea­se) er­lend­is og flýg­ur þá fyr­ir önn­ur fé­lög, s.s. DHL, UPS og ASL/​FedEx og fleiri. Þá starfar Blá­fugl/​Blu­ebird Nordic einnig á frakt­markaði til og frá Íslandi með áfram­teng­ing­ar um all­an heim einkum með UPS, Emira­tes og Aer Ling­us.

Avia Soluti­ons Group er stærsta fyr­ir­tæki Mið- og Aust­ur Evr­ópu í flug­tengdri þjón­ustu. ASG er með um 90 skrif­stof­ur og starfs­stöðvar í um 50 lönd­um. Hjá fé­lag­inu og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um starfa um 5.000 manns, tekj­ur 2019 námu um 1,5 ma € og starfið er á flest­um sviðum flug­tengdr­ar starf­semi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK