Óvissa vegna veirunnar

Horft yfir Lækjargötu.
Horft yfir Lækjargötu. mbl.is/Hallur Már

Of snemmt er að segja til um bein áhrif kórónuveirufaraldursins á húsnæðismarkað en óvissan um framvindu mála hefur aukist til muna. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Fram kemur að líklega muni hægja töluvert á viðskiptum, að minnsta kosti þar til mesta óvissan er yfirstaðin og samkomubanni aflétt. Hingað til hafi ekki dregið mikið úr því hve margar íbúðir bætast við á sölu miðað við fasteignaauglýsingar.

Fasteignaverð stóð í stað í febrúar að nafnvirði miðað við vísitölu paraðra viðskipta síðustu 12 mánaða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess. Vísitalan hækkaði um 6,6% annars staðar á landinu og samtals um 0,5% heilt yfir landið.

Skýrsluhöfundar benda á að mikill samdráttur sé í fjölda íbúða í byggingu. Mikilvægt sé að tryggja að ekki myndist húsnæðisskortur innan fárra ára.

Hröð lækkun stýrivaxta hafi stuðlað að talsverðri lækkun á greiðslubyrði hjá stórum hluta heimila og ætti að stuðla að aukinni eftirspurn eftir húsnæði. Bent er á að mikilvægt sé að tryggja að aðgengi almennings að fjármagni skerðist ekki um of í því ástandi sem ríki svo óþarfa tregða myndist ekki í viðskiptum með fasteignir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK