Sækja um 12 milljarða dala ríkisaðstoð

AFP

Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar að sækja um 12 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 1.677 milljarða króna, ríkisaðstoð vegna áhrifa kórónuveirunnar á starfsemi félagsins.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem stjórnendum flugfélagsins sendu á starfsfólk félagsins. Þar kemur fram að þetta muni fleyta þeim í gegnum jafnvelt verstu mögulegu sviðsmyndir framtíðarinnar. Hvorki þurfi að senda starfsfólk í launalaust leyfi eða lækka laun þeirra næstu sex mánuði. Aftur á móti verði starfsfólki boðið upp á að fara í launalaust leyfi og starfslokasamninga. 

Í fyrra nam hagnaður American Airlines 2,9 milljörðum Bandaríkjadala og greiddi hluthöfum út 1,3 milljarða dala í formi arðgreiðslna og uppkaupum á hlutabréfum, samkvæmt frétt Bloomberg. 

Inni í 2,2 billjóna dala aðgerðapakka sem samþykktur var á Bandaríkjaþingi í síðustu viku eru 50 milljarðar dala ætlaðir í stuðning við flugfélög. Helmingur fjárhæðarinnar verður í formi styrks en hinn hlutinn í formi lána gegn því að fyrirtækin sendi ekki starfsmenn í leyfi fyrr en 30. september í fyrsta lagi. 

American Airlines, sem er stærsta flugfélag heims þegar kemur að fjölda farþega, vonast til þess að á þeim tíma verði flugáætlun félagsins komin í eðlilegt horf að nýju.

Annað bandarískt flugfélag, Delta, hefur einnig boðið starfsfólki sínu upp á að fara í launalaust leyfi og hið sama á við um fjölmörg erlend flugfélög.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK