Hlutafjáraukning upp á 400 milljónir

Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good.
Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good.

Íslenska sprotafyrirtækið Good Good hefur lokið rúmlega 400 milljón króna hlutafjáraukningu, með aðstoð Arcur Finance, til að styrkja sókn sína í Bandaríkjunum.

„Þessi hlutafjáraukning gerir Good Good kleift að sækja af enn meiri krafti inn á Bandaríkjamarkað. Við erum með mörg tækifæri þar og þá sérstaklega með Keto sulturnar okkar, sem eru vinsælustu Keto sulturnar í Bandaríkjunum. Nú höfum við bolmagn til að ráða fleira starfsfólk og kynna vörurnar okkar enn betur fyrir Bandaríkjamönnum,“ segir Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good, í fréttatilkynningu.

Vinsælustu vörur Good Good eru sultur, hnetu- og súkkulaðismyrja.
Vinsælustu vörur Good Good eru sultur, hnetu- og súkkulaðismyrja.

Í lok árs 2018 gerði Good Good dreifingarsamning við KeHE en KeHE er með 15 vöruhús í Bandaríkjunum og dreifir matvöru til meira en 30.000 verslana. Í samstarfi við KeHE hefur Good Good komið vörunum sínum í sölu hjá stórum keðjum eins og Safeway, SaveMart, Walmart, Lucky´s og Meijer. Eftir eins og hálfs árs samstarf við KeHE eru Good Good vörurnar komnar í rúmlega 1.800 verslanir í Bandaríkjunum.

„Good Good hefur lagt mikla áherlsu á netsölu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Vörur fyrirtækisins hafa reglulega náð því að vera söluhæstar í sínum vörurflokkum á Amazon í Bandaríkjunum þar sem Good Good er í samkeppni við mörg heimsþekkt vörumerki. Covid-19 hefur svo valdið sprengju í netsölu en salan á Amazon hefur aukist um rúmlega 50% á síðustu tveimur vikum,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

Good Good var stofnað árið 2015 og framleiddi í upphafi steviu dropa fyrir Íslandsmarkað. Í dag sérhæfir fyrirtækið sig í þróun og framleiðslu á matvörum, sem vanalega eru fullar af sykri, án viðbætts sykurs. Vinsælustu vörurnar eru sultur, hnetu- og súkkulaðismyrja.

Öll vöruþróun, sölu og markaðsstarf, stýring aðfangakeðjunnar og gæðamál fara fram á Íslandi.Framleiðsla varanna fer hins vegar fram í Hollandi og Belgíu og er vörunum svo dreift í gegnum vöruhús fyrirtækisins í Tilburg í Hollandi og Virginiu í Bandaríkjunum.

Vörur fyrirtækisins fást í dag í rúmlega 2.500 verslunum í 16 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK