ESA heimilar vaxtalækkun

Bygging Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í Brussel.
Bygging Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í Brussel.

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að leyfa lækkun vaxta á lánum frá opinberum lánveitendum í Noregi og Íslandi með því að lækka grunnviðmiðunarvexti ríkisaðstoðar.
 
ESA lækkar grunnviðmiðunarvexti ríkisaðstoðar um næstum þriðjung. Þetta mun gera það mögulegt að veita hagstæðari lán til fyrirtækja án samþykkis ESA, segir í tilkynningu frá ESA.
 
Grunnviðmiðunarvextirnir eru notaðir til þess að reikna út lægstu mögulegu vexti fyrir lán sem fela ekki í sér ríkisaðstoð frá yfirvöldum. Fyrra vaxtastig var í verulegu ósamræmi við markaðsvexti á Íslandi og Noregi eftir COVID-19-faraldurinn.
 
Frá 1. apríl 2020 verða grunnviðmiðunarvextir á Ísland fyrir íslensku krónuna lækkaðir úr 4,26% í 2,88 prósent.
 
ESA hyggst uppfæra grunnviðmiðunarvexti aftur frá 1. maí 2020, til að tryggja að vextirnir endurspegli markaðsaðstæður.
 
Grunnviðmiðunarvextir í Noregi fyrir norsku krónuna verða lækkaðir úr 1,79 í 1,28 prósent. Engar breytingar eru á grunnviðmiðunarvöxtum fyrir Liechtenstein, þar sem ekki er að finna sama ósamræmi fyrir svissneska frankann.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK