Verðhjöðnun á evru-svæðinu

AFP

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var að meðaltali 2,2% í aðildarríkjum OECD í febrúar. Bráðabirgðatölur fyrir mars sýna verulegan samdrátt á evru-svæðinu. Er það rakið til kórónuveirunnar.

Í janúar var verðbólgan 2,3% að meðaltali í OECD-ríkjunum og helsta breytingin á milli janúar og febrúar fellst í lækkun orkuverðs.

Áætlan OECD gera ráð fyrir 0,7% verðhjöðnum á evru-svæðinu í mars samanborið við 1,2% verðbólgu í febrúar. Engin álfa heims hefur farið jafn illa út úr COVID-19-faraldrinum og Evrópa. Enn á ný er skýringin gríðarleg lækkun á orkuverði en verð á hráolíu lækkaði um meira en helming í mars. 

Af ríkjum Evrópu var verðbólgan mest í Póllandi, 4,7%, 4,4% í Ungverjalandi og 3,7% í Tékklandi. Ef litið er til allra OCED-ríkjanna er verðbólgan mest í Tyrklandi eða 12,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK