Carlsbergbjór á 37% afslætti

Carlsberg nýtur mikilla vinsælda og líklega munu þær ekki minnka …
Carlsberg nýtur mikilla vinsælda og líklega munu þær ekki minnka nú þegar verðið hefur verið lækkað um 37%.

Ölgerðin hefur lækkað verð á 330 ml dósum af Carlsberg-bjór um 37% í apríl. Dósirnar, sem kostuðu áður 289 krónur, kosta nú 188 krónur.

Guðmundur Pétur Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri Ölgerðarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að lækkunin sé gerð í ljósi hinna sérstöku tíma nú um stundir. Krónutala útsöluverðsins hafi hins vegar skírskotun í árið 1880 þegar vísindamaðurinn Emil C. Hansen umbylti bruggaðferðum lagerbjórs á rannsóknarstofu Carlsberg og deildi henni með öðrum bruggmeisturum um allan heim.

Framleiðslan aukin til muna

Guðmundur á von á góðum viðbrögðum við tilboðinu. Hann segir að framleiðsla á Carlsberg hafi verið aukin verulega frá því sem var á sama tíma í fyrra, til að bregðast við aukinni eftirspurn. „Þetta er heimsfrægur bjór og hefur verið bruggaður á Íslandi í 30 ár með hléum, úr íslensku vatni.“

Aðspurður segir Guðmundur að hlutdeild Carlsberg hér á landi sé um 1,5%, og hann sé á meðal 20 söluhæstu bjórtegunda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Carlsberg fer á útsölu. „Við lækkuðum verðið niður í 170 krónur þegar Carlsberg átti 170 ára afmæli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK