Tveggja metra reglan áskorun þegar ný lóð bárust

Hreyfiþyrstir mynduðu röð fyrir utan Hreysti í Skeifunni í morgun …
Hreyfiþyrstir mynduðu röð fyrir utan Hreysti í Skeifunni í morgun þegar ný sending barst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullt var út úr dyrum og gott betur en það hjá versluninni Hreysti í morgun þegar ný sending af lóðum og öðrum líkamsræktarvarningi barst í hús. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina og svo virðist sem tveggja metra reglan hafi gleymst um stund þegar hreyfiþyrstir flykktust að til að næla sér í ýmiss konar æfingabúnað. 

Hvað ætli Víðir segi við þessu?
Hvað ætli Víðir segi við þessu? mbl.is/Kristinn Magnússon

Líkt og ViðskiptaMogginn greindi frá í fyrir um tveimur vikum hefur sala á heilsuræktarvörum hjá Hreysti tekið minn kipp eftir að stjórn­völd til­kynntu um sam­komu­bann á Íslandi. Eftir að hert samkomubann tók gildi 24. mars og líkamsræktarstöðvar lokuðu hefur salann aukist enn frekar. 

Í morgun barst ný sending í verslunina, en til stóð að hún kæmi fyrr í vikunni. Vegna bilunar í krana hjá Eimskip var ekki unnt að afgreiða sendinguna fyrr en í dag. Blaðamaður mbl.is reyndi að ná tali af markaðsstjóra Hreysti í morgun en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem augljóslega er brjálað að gera.



Ákafir viðskiptavinir Hreysti reyndu hvað þeir gátu til að viðhalda …
Ákafir viðskiptavinir Hreysti reyndu hvað þeir gátu til að viðhalda tveggja metra reglunni þegar ný lóðasending barst í verslunina í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Í morgun barst ný sending í verslunina, en til stóð …
Í morgun barst ný sending í verslunina, en til stóð að hún kæmi fyrr í vikunni. Vegna bilunar í krana hjá Eimskip var ekki unnt að afgreiða sendinguna fyrr en í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK