Netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára

mbl.is/​Hari

Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum frá mars í fyrra. Kortavelta í verslun er samt í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið. Netverslun ríflega tvöfaldast á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Heildarvelta greiðslukorta Íslendinga hérlendis í mars síðastliðnum nam 56,4 milljörðum kr. en var 64,4 ma. í mars 2019. Samdrátturinn nemur því 12,5% að nafnvirði á milli ára.

Þegar einungis er litið til kortaveltu í verslun hefur orðið lítil breyting á milli ára að nafnvirði, eða um -0,72%.

Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljörðum en var rúmar 800 milljónir í mars 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK