Össur fær 11 milljarða lán

Ljósmynd/Aðsend

Evrópski fjárfestingarbankinn (e. European Investment Bank) hefur veitt stoðtækjafyrirtækinu Össuri lán upp á 69 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, segir í samtali við Morgunblaðið að helstu lánveitendur Össurar hafi lengi verið Danske Bank og Nordea. „Skandinavískir viðskiptabankar hafa verið helstu bakhjarlar okkar allt frá árinu 2011. En á síðustu árum höfum við einnig átt gott samstarf við Norræna fjárfestingarbankann og Evrópska fjárfestingarbankann um lánveitingar. Þessir bankar veita lán til fyrirtækja sem eru, eins og í okkar tilfelli, með mikla starfsemi í Evrópu og á Norðurlöndunum, og þeir leggja báðir áherslu á fyrirtæki sem sinna rannsóknum, þróun og tæknistarfi í miklum mæli,“ segir Sveinn.

Hann segir að viðræður við bankann hafi staðið yfir frá því síðla á síðasta ári. „Svo kláruðum við þessa vinnu endanlega núna á síðustu vikum.“

Hann segir að fjármögnunin sé hluti af fjármögnunarstefnu Össurar sem snýr að því að vera með dreifða þátttöku, bæði frá hefðbundnum viðskiptabönkum og stærri aðilum eins og NIB og EIB. „Þeir lána á mjög samkeppnishæfum kjörum til langs tíma.“

Spurður nánar um kjörin sem lánið fékkst á segir Sveinn að lánað sé til sjö ára og kjörin séu mjög góð. „Vextir eru sögulega lágir í Evrópu og um allan heim. Nú á þessum tímum sem við erum að fara í gegnum er mikilvægt fyrir Össur að vera vel fjármagnað og styrkja stöðu okkar þannig enn frekar.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK