Bjartara framundan í Smáralind og Kringlunni

Svona var umhorfs í verslanamiðstöðinni Smáralind í mars. Sömu sögu …
Svona var umhorfs í verslanamiðstöðinni Smáralind í mars. Sömu sögu var að segja af Kringlunni mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsvarsmenn stóru verslanamiðstöðvanna á höfuðborgarsvæðinu, Kringlunnar og Smáralindar, segja að tekið sé að birta til í rekstrinum, eftir erfiða tíma síðustu vikur.

Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir í samtali við Morgunblaðið, spurð að því hvort einhverjum verslunum hafi verið lokað tímabundið vegna kórónuveirunnar, að tekist hafi að halda flestu opnu. „Það eru engar fataverslanir lokaðar,“ segir Tinna. Hinsvegar séu verslanir símafyrirtækjanna lokaðar sem dæmi, auk nokkurra veitingastaða. „Staðan er bara mjög góð, og við stöndum keik.“

Spurð að því hvernig hafi tekist að halda starfseminni gangandi jafn vel og raun ber vitni segir Tinna að þeim hafi tekist að halda í jákvæðnina. „En auðvitað hafa þjónustuaðilar margir stytt afgreiðslutíma sinn. Það horfa líka margir fram á tekjuminnkun, sem fylgir til dæmis því að það eru engar fermingar og útskriftir. Því er fólk ekki að dressa sig upp eins mikið eða kaupa gjafir. Þessir viðburðir verða vonandi haldnir síðar á árinu í staðinn.“

Tinna segir að tilvonandi slökun á samkomubanni 4. maí nk. sé farin að hafa jákvæð áhrif. „Ég held að það sé extra mikil jákvæðni núna þegar tilslakanir eru handan við hornið. Svo er sumardagurinn fyrsti í næstu viku og það hefur líka áhrif á líðan fólks almennt. Jákvæðnistuðullinn rýkur upp.“

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, tekur í sama streng og Tinna. „Þetta er að þróast til betri vegar. Það er bjartara yfir aðsóknartölum. Það voru sjáanleg batamerki fljótlega upp úr síðustu mánaðamótum.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK