Heitu pottarnir seldust upp

Páskaverslun var nokkuð góð hjá Hagkaupum að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra búðanna. Ýmislegt var þó ólíkt því sem gerist í venjulegu árferði. Meira seldist af matvöru sem má rekja til þess að færri voru erlendis yfir hátíðarnar en einnig að minna var um veisluhöld.

Þá seldust litlir færanlegir heitir pottar upp í verslununum sem hann rekur til þess að fólk sé meira heima við og reyni að finna afþreyingu fyrir fjölskylduna. 

Í myndskeiðinu er rætt við Sigurð um áhrif faraldurs kórónuveirunnar á verslanir Hagkaupa. Þá má sjá myndir úr Skeifunni í dag þar sem hlutir virðast vera að færast í eðlilegt horf. Fleiri bílar eru á götunum og meira líf en hefur verið undanfarnar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK