Bensín ekki ódýrara í 11 ár

AFP

Bensínverð hefur lækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á hráolíu. Hefur það ekki verið lægra í 11 ár samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins og Expressen.

Frétt SVT

Þar kemur fram að verð á 95 oktana bensíni hafi lækkað um 35 sænska aura í morgun hjá stærstu bensínsölum landsins og kostar lítrinn nú 12,28 sænskar krónur, sem eru 176,66 íslenskar krónur. Er þetta lægsta verð á bensíni í Svíþjóð frá árinu 2009.   

Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur lækkað um rúmlega 8% í morgun og er tunnan nú seld á tæpa 17 Bandaríkjadali.  Vegna þessa hefur hlutabréfavísitalan lækkað um rúmt 1% frá því viðskipti hófust í kauphöllinni í Ósló í morgun.

Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram að eldsneytisverð hafi lækkað á Íslandi í gær en það er enn ódýrast hjá Costco þrátt fyrir að þar hafi það ekki lækkað síðan 19. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK