Lufthansa óskar eftir ríkisaðstoð

Þotur Lufthansa á flugvellinum í Dusseldorf.
Þotur Lufthansa á flugvellinum í Dusseldorf. AFP

Flugfélagið Lufthansa hefur gefið út viðvörun þess efnis að lausafé þess muni klárast innan fáeinna vikna, fái það ekki ríkisaðstoð.

Félagið tilkynnti í dag að það hefði óskað eftir aðstoð frá ríkisstjórnum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss. Um leið tilkynnti félagið tap upp á 1,2 milljarða evra á fyrsta fjórðungi ársins og segir í tilkynningu að búist sé við töluvert meira tapi á yfirstandandi ársfjórðungi. 

Lufthansa, sem hefur höfuðstöðvar í þýsku fjármálahöfuðborginni Frankfurt, hefur kyrrsett nærri allar flugvélar sínar og lagt fleiri en 40 þotum.

Fyrr í mánuðinum tjáði framkvæmdastjórinn Carsten Spohr starfsfólki að félagið væri að tapa einni milljón evra á hverri klukkustund sem liði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK