British Airways mun segja upp 12 þúsund manns

Flugvél British Airways í London.
Flugvél British Airways í London. AFP

British Airways ætlar að segja upp allt að 12 þúsund manns vegna áhrifa af völdum kórónuveirunnar.

Móðurfélag flugfélagsins, IAG, greindi frá þessu í dag.

Flugfélagið er að skoða sína valkosti en „líklegt er að næstu skref muni hafa áhrif á flesta starfsmenn British Airways og valda því að skorið verði niður um allt að 12 þúsund störf“.

Fram kemur að það muni taka þó nokkur ár þangað til eftirspurn farþega nái sömu hæðum og árið 2019.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK