Play með nægt fjármagn

Flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í fyrra.
Flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í fyrra. Haraldur Jónasson/Hari

Ef staðan væri önnur í heimsmálunum gæti Play hafið áætlunarflug nú þegar.
Ljóst er að óvissa í fluggeiranum hefur ekki bara dregið úr samkeppni heldur líka aukið framboð á leiguflugvélum frá því sem var þegar Play var fyrst kynnt til sögunnar. Þetta kemur fram í frétt Túrista. 

Þegar forsvarsfólk flugfélagsins Play kynnti áform um rekstur félagsins 5. nóvember kom fram að til stæði að hefja áætlunarflug í vetur og í vor yrði farið að fljúga til Norður-Ameríku. 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Túrista bíður Play nú átekta með að taka fyrstu flugvélina í notkun en ef samgöngur væru með eðlilegum hætti gæti félagið tekið til starfa nú þegar. Play hefur samkvæmt sömu heimildum svigrúm til að skala sig upp hratt því aðstæður á flugmarkaði í dag eru þannig að félagið getur fengið nokkurn fjölda nýlegra Airbus A320 Neo með tiltölulega litlum fyrirvara. Innanbúðarmaður líkir núverandi stöðu við að standa á rásmarkinu í langhlaupi, búinn að æfa, tilbúinn til keppni en rásbyssan standi á sér. Play verði því tilbúið í að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar þegar að því kemur eins og viðkomandi kemst að orði, samkvæmt frétt Túrista en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK