Verðbólgan mælist 2,2%

Verðbólgan í apríl mælist nú 2,2%.
Verðbólgan í apríl mælist nú 2,2%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísitala neysluverðs hækkað um 0,48% milli mánaða í apríl og stendur nú í 477,5 stigum. Vísitala án húsnæðis er 407 stig og hækkaði um 0,57% frá fyrri mánuði. Þegar horft er til síðustu 12 mánaða hefur vísitalan hækkað um 2,2% sem jafnframt er verðbólga.

Er þetta sambærileg verðbólga og í síðasta mánuði, en þá mældist 12 mánaða breyting vísitölunnar 2,1%. Var hún 2,4% í febrúar og 1,7% í janúar.

Stærsti áhrifaþáttur í vísitölubreytingunni núna var hækkun matar um 1,5% sem hafði 0,2% áhrif á vísitöluna. Verð á bensíni og olíu lækkaði hins vegar um 4,6% sem hafði -0,15% áhrif á vísitöluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK