Mæling kom verulega á óvart

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,48% milli mánaða í apríl og mælist verðbólga nú 2,2% samanborið við 2,1% í mars. Hagfræðideild Landsbankans segir mælinguna koma verulega á óvart en opinberar spár lágu á bilinu 0,1% til 0,3% hækkun vísitölunnar. Hagfræðideildin hafði spáð 0,1% hækkun milli mánaða. 

„Að þessu sinni var það enginn einn liður sem skýrir muninn á spá okkar og endanlegri tölu, heldur voru næstum allir undirliðir umfram væntingar okkar. Það virðast aðallega vera gengisáhrif sem eru að koma fyrr og sterkar fram í verðbólgunni en við áttum von á. Helstu áhrifaþættir milli mánaða:

• Matur og drykkjarvara hækkaði um 1,37% milli mánaða sem rekja má að töluverðu leyti til gengislækkunar krónunnar að undanförnu. Mest hækkuðu ferskar vörur eins og grænmeti, ávextir og ber.

• Verð á nýjum bílum hækkaði einnig vegna gengislækkunar. • Húsgögn og heimilisbúnaður hækkaði vegna gengislækkunar. Meðal annars hækkuðu raftæki um 2,7% og sængurfatnaður og handklæði um 3,3%.

• Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,35% milli mánaða. Skýrist þetta af 0,81% hækkun á vísitölu markaðsverðs húsnæðis en áhrif vaxtabreytinga var 0,46 prósentustig til lækkunar.

• Flug til og frá landinu liggur niðri og tók Hagstofan þá ákvörðun að halda flugfargjöldum til útlanda óbreyttum milli mánaða. Flugfargjöld innanlands hækkuðu hins vegar um 18%.

• Bensín og díselolía lækkuðu um 3,4% milli mánaða. Gerum ráð fyrir 2,0% verðbólgu í júní.

Eins og staðan er í dag reiknum við með 0,3% hækkun verðlags í maí, 0,2% í júní og 0,4 lækkun í júlí. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 2,0% í júlí,“ segir í Hagsjá hagdeildar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK