Finnur tekur við af Finni

Finnur Oddsson.
Finnur Oddsson.

Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Finnur hefur undanfarin sjö ár gegnt hlutverki forstjóra hjá Origo, þaðan sem hann baðst lausnar.

Þetta kom fram í tilkynningu sem birt var í Kauphöllinni í kvöld.

Finnur tekur við af nafna sínum Árnasyni, sem óskaði í síðustu viku eftir því að láta af störfum.

„Við erum sérlega ánægð að hafa fengið Finn Oddsson til liðs við öflugt teymi hjá Högum og teljum að reynsla hans af stefnumótun og rekstri í tæknigeiranum s.l. ár muni nýtast félaginu vel á þeim áhugaverðu tímum sem framundan eru. Við bjóðum Finn hjartanlega velkomin í Haga fjölskylduna,“ er haft eftir Ernu Gísladóttur, stjórnarformanni Haga, í tilkynningunni.

Sjálfur segir Finnur að það séu forréttindi að móta starfsemi og framtíð þessa sögufræga forystufyrirtækis í smásölu á Íslandi. „Staða Haga er einstaklega góð og það eru spennandi tækifæri framundan. Ég þakka stjórn Haga traustið sem mér er sýnt og hlakka til,“ segir Finnur Oddsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK