Skeljungur sér að sér

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Ljósmynd/Aðsend

Skeljungur býður öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu og endurgreiðir Vinnumálastofnun kostnað vegna þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fjallað hefur verið um málið í dag og þá staðreynd að Skeljungur, Hag­ar og Össur hafa nýtt sér hluta­bóta­leiðina eft­ir að hafa greitt hlut­höf­um sín­um arð eða keypt eig­in bréf.

Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði.

Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK