„Ekki það stoltur að maður ætli að keyra út í skurð“

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf., segir að með því …
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf., segir að með því að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda sé fyrirtækið að bregðast við gagnrýni „frá pólitíkinni sem hafi skipt um skoðun“ hvað varðar hlutabótaleiðina. Ljósmynd/Aðsend

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf., segir að með því að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda sé fyrirtækið að bregðast við gagnrýni „frá pólitíkinni sem hafi skipt um skoðun“ hvað varðar hlutabótaleiðina. Hann útilokar ekki að fyrirtækið þurfi að ráðast í uppsagnir á næstu mánuðum. 

Stór og stönd­ug fé­lög eins og Festi hafa verið gagn­rýnd, meðal ann­ars af æðstu ráðamönn­um þjóðar­inn­ar, fyr­ir að nýta sér úrræði sem eru ætluð þeim sem standa mjög illa vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 

„Yfirvöld vilja eitthvað annað en lagt var upp með. Við erum hluti af samfélaginu og tökum ábyrgð. Nýjar ákvarðanir eru teknar ef þurfa þykir, maður er ekki það stoltur að maður ætli að keyra út í skurð,“ segir Eggert í samtali við mbl.is.  

Endurgreiða Vinnumálastofnun allan kostnað

Festi tilkynnti í dag að fyrirtækið væri hætt að nýta sér hluta­bóta­leið stjórn­valda til að greiða starfs­fólki sínu laun og breyt­ing­in tek­ur gildi í dag. Hingað til hef­ur kostnaður fyr­ir rík­is­sjóð numið 45 millj­ón­um vegna greiðslna til Fest­ar en hann verður ekki meiri úr þessu. Eggert staðfestir í samtali við mbl.is að fyrirtækið muni jafnframt endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og önnur fyrirtæki sem hafa hætt að nýta sér hlutabótaleiðina hyggjast gera. 

Hvað varðar starfsfólkið sem var á hlutabótaleiðinni segir Eggert að það eigi eftir að koma betur í ljós. „Að hluta til var þetta starfsfólk sem var þegar í minnkuðu starfshlutfalli,“ segir hann og vísar til starfsfólks N1. Verslanir ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru lokaðar og ríkir mesta óvissan varðandi starfsfólk þeirra. „Við þurfum að sjá til hvernig það þróast, en þetta getur þýtt einhverjar uppsagnir en við vonumst eftir fremsta megni að svo verði ekki.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK