Aðalsteinn nýr viðskiptaþróunarstjóri hjá Póstinum

Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum.
Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum. Ljósmynd/Pósturinn

Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum og hefur þegar tekið til starfa. Helstu hlutverk Aðalsteins eru að stýra umbótaverkefnum, tengja saman vöruþróun og vörusamsetningu við tæknibreytingar og framkvæmd sem og að greina tækifæri til umbóta þvert á svið.

Aðalsteinn hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu að því er segir í tilkynningu og starfaði síðast hjá Póstdreifingu, fyrst sem rekstrarstjóri rekstrarsviðs og síðan sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði hann meðal annars hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem sérfræðingur í innkaupum og rekstrarþjónustu, hjá Norðuráli á Grundartanga sem sérfræðingur í samningum og hjá Húsasmiðjunni sem rekstrarstjóri aðfangastýringar. Þá hefur Aðalsteinn mikla reynslu á flutningsmarkaði og hefur starfað bæði hjá Eimskip og Samskip í ýmsum hlutverkum.

„Fyrirtækið á heilmikið inni þegar kemur að tæknivæðingu í vinnslu og flokkun og verður mjög gaman að vera virkur þátttakandi í næstu skrefum. Ég sé fullt af tækifærum hjá okkur til að bæta ýmsa þætti úti um allt fyrirtækið, þetta er stórt verkefni en það er svo mikill vilji til umbóta hjá Póstinum að ég er þess fullviss að við munum ná góðum árangri og gera Póstinn að skilvirkara fyrirtæki,“ er haft eftir Aðalsteini í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK