Gréta María hættir hjá Krónunni

Gréta María hefur sagt skilið við Krónuna.
Gréta María hefur sagt skilið við Krónuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar, að því er fram kemur í tilkynningu sem Festi birti í Kauphöllinni.

Hún mun áfram sinna starfinu þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

Tími minn hjá Krónunni hefur verið frábær, fyrst sem fjármálastjóri og svo sem framkvæmdastjóri. Það hafa verið forréttindi að fá að vera hluti af eins öflugu liði og Krónuliðið er. Það er gríðarlega erfið ákvörðun að hætta hjá Krónunni en á sama tíma hefur verið lærdómsríkt og krefjandi að leiða félagið í gegnum eigendaskipti og að búa til leiðandi afl á matvörumarkaði,“ er haft eftir Grétu í tilkynningunni.

„Í mínu starfi hef ég lagt ríka áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og hafa áherslur okkar í þeim efnum meðal annars gert það að verkum að við höfum markvisst aukið hlutdeild okkar á markaði. Ég er mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð og kveð með söknuði. Ég vil nota tækifærið og þakka fólkinu mínu fyrir samstarfið sem og okkar frábæru viðskiptavinum,“ er enn fremur haft eftir Grétu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, þakkar Grétu fyrir frábær störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK