Hafa áhyggjur af frumvarpi um pakkaferðir

Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki og Íslandsbanki lýsa báðir yfir áhyggjum sínum vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Þar er ferðaskrifstofum og flugfélögum heimilað að endurgreiða fólki með inneignarnótu í stað peninga fyrir pakkaferðir sem féllu niður vegna kórónuveirunnar.

Samkvæmt frumvarpinu gildir inneignarnótan í eitt ár. Að því loknu getur fólk fengið ferðina endurgreidda ef nótan hefur ekki verið nýtt.

Lögmenn bankanna tveggja vara við því í umsögnum við frumvarpið að þetta geti rýrt réttindi neytenda, en RÚV greindi fyrst frá þessu.

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Verði sú leið farin að afhenda inneignarnótu í stað endurgreiðslu má færa fyrir því rök að gengið sé á endurkröfurétt þeirra sem greiddu ferð sína með korti. Endurkröfurétturinn er ríkur sem fyrr segir og er vandséð að sú leið sem lögð er til með frumvarpinu standist lög um greiðsluþjónustu og alþjóðlega kortaskilmála,“ segir í umsögn Íslandsbanka.

„Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum.“

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Hjörtur

Arion banki segist mótfallinn frumvarpinu og tekur undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum sé ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við þau lög og skilmála sem voru í gildi þegar kaup áttu sér stað.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK