Ríkustu Bretarnir hafa tapað miklu

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe. AFP

Auðæfi ríkustu manna Bretlands hafa minnkað um 54 milljarða punda vegna kórónuveirunnar, að sögn dagblaðsins The Sunday Times. Á meðal þeirra er Jim Ratcliffe sem hefur keypt upp fjölda jarða hérlendis.

Í fyrsta sinn frá árinu 2009 hafa samanlögð auðæfi eitt þúsund ríkustu einstaklinganna og fjölskyldnanna minnkað í Bretlandi.

Fimm af tíu ríkustu mönnum Bretlands eiga fyrirtæki sem hafa notið góðs af aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kórónuveiruna sem hafa greitt 80% af launum starfsfólks. 

Efstur á listanum yfir ríkustu menn Bretlands er Sir James Dyson og fjölskylda hans með eigur upp á 16,2 milljarða punda, í öðru sæti eru Sri og Gopi Hinuja og fjölskylda með 16 milljarða punda. Í fimmta sæti á listanum er Jim Ratcliffe með 12,2 milljarða punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK