15 milljarða gjaldþrot F-Capital

Jón Ásgeir Jóhannesson var forstjóri Baugs sem var ráðandi eigandi …
Jón Ásgeir Jóhannesson var forstjóri Baugs sem var ráðandi eigandi Mosaics Fashions í gegnum F-capital. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gjaldþrot fjárfestingafélagsins F-Capital ehf. nam samtals 15,15 milljörðum króna, en auglýsing um skiptalokin var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Ekki er þó um nýtt mál að ræða, því skiptunum lauk í febrúar árið 2012, en það hafði verið úrskurðað gjaldþrota í desember 2010.

Félagið var eitt af dótturfélögum Baugs, auk þess að vera í eigu Gnúps, Kaupþings og fleiri fjárfesta. Var helsta eign þess um þriðjungshlutur í Mosaic Fashions, en það félag átti meðal annars tískuvöruverslanirnar Kar­en Millen, Warehou­se, Oasis,
Co­ast og Anous­hka G. Við gjaldþrot Mosaic árið 2009 voru helstu eignirnar settar í nýtt félag Auror Fashions sem var í eigu Nýja Kaupþings og lykilstjórnenda Mosaic.

Oasis var hluti af Mosaic Fashions-félaginu sem Baugur átti ráðandi …
Oasis var hluti af Mosaic Fashions-félaginu sem Baugur átti ráðandi hlut í. mbl.is/Eggert
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK