449 m.kr. hagnaður Guide to Iceland

80% tekna Guide to Iceland renna til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
80% tekna Guide to Iceland renna til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 449 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi. Tekjur félagsins námu 7,2 milljörðum króna á tímabilinu, og jukust um 7,5% milli ára, en þær voru 6,7 milljarðar árið 2018. EBITDA fyrirtækisins var 698 milljónir. Enginn arður verður greiddur út.

Forstjóri fyrirtækisins og eigandi, Xiaochen Tian, segir að staðan í dag sé ekki góð vegna kórónufaraldursins, enda hurfu 98% af tekjum félagsins 6. mars síðastliðinn. Hún segir þó aðspurð að Guide to Iceland sé ákveðið í að sigla í gegnum ólgusjóinn, en nálægt 50 starfsmenn störfuðu hjá félaginu áður en kórónuveiran lamaði íslenska ferðaþjónustu.

Spurð um álit á því hvenær hjólin byrji aftur að snúast í íslenskri ferðaþjónustu segir Tian að ekki sé ábyrgt að segja að hlutirnir færist til betra horfs á næstu 2-3 mánuðum. Mikil óvissa sé enn í kortunum, og þau hjá Guide to Iceland horfi nú fram á við til lengri tíma. Hluti af þeirri stefnu er einmitt að hrinda í framkvæmd útrás til Evrópu, en fyrirtækið hyggst setja á stofn Guide to Europe-bókunarvefsíðu.

Kínverjar 20%

Kínverjar eru 20% þeirra sem bóka ferðir í gegnum Guide to Iceland. Tian segir að það hafi áhrif í Kína hve vel Íslandi gekk að takast á við kórónufaraldurinn, og það sé jákvætt í framhaldinu. „Það er áhugi fyrir ferðum í Kína, og margir vilja byrja strax að ferðast, en aðrir eru íhaldssamari. Við erum þó enn í auga stormsins og það er óábyrgt að segja fólki að það sé í lagi að koma strax. Það er enn biðstaða.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK