Gengur upp þrátt fyrir erlenda starfsmenn

Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars/TBWA, segir að reikningsdæmið um að ríkið endi á núlli með því að fallast frekar á tilboð Pipars en M&C Saatchi gangi upp, jafnvel þó að Pipar muni ekki aðeins hafa íslenskt starfsfólk í vinnu við verkefnið, enda í samstarfi við TBWA.

Guðmundur hefur haldið því fram, að fari 300 milljónirnar, sem greiddar verða fyrir auglýsingaherferð fyrir Ísland sem áfangastað ferðamanna, til Pipars en ekki erlendu auglýsingastofunnar, geti ríkið hætt að greiða starfsmönnum Pipars laun í hlutabótaleiðinni.

Þannig geti ríkið komið út á sléttu með því að spara sér bæturnar en borgað í staðinn fyrir verkefnið. Ef það borgi aftur á móti erlendum aðilum haldi bótagreiðslurnar áfram til Pipars og 300 milljónirnar fari á sama tíma úr landi.

Verkefnið er til eins árs en eins og sakir standa hefur hlutabótaleið stjórnvalda ekki verið boðuð lengur en til loka ágúst. Út júní eru bæturnar upp á 75% en lækka í 50% í ágúst.

Aðspurður hvort Pipar komi þó ekki til með að borga erlendum samstarfsaðilum sínum hjá TBWA fyrir störf við verkefnið, og hvort hluti af 300 milljónunum muni ekki fara í þær greiðslur, segir Guðmundur svo vissulega vera, en að fjármagnið sem í það fari verði ekki slíkt að sá tekju- og virðisaukaskattur sem fari í ríkissjóð vegna innlendu starfsmannanna vegi ekki upp á móti því.

„Virðisaukaskattur, tekjuskattur og önnur gjöld sem við greiðum hér innanlands kemur líka inn í þetta og þegar þetta er allt lagt saman kostar þetta ríkið ekki neitt,“ segir Guðmundur við mbl.is.

Sagt var frá því í morgun að Pip­ar/​TBWA hef­ur kært Rík­is­kaup til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la vegna þeirr­ar ákvörðunar að ganga að til­boði bresku aug­lýs­inga­stof­unn­ar í verk­efn­inu „Ísland – sam­an í sókn“.

Í kær­unni kem­ur fram að Pip­ar/​TBWA telji að brotið hafi verið gegn lög­um um op­in­ber inn­kaup með þátt­töku M&C Sa­atchi, þar sem brotið hafi verið m.a. gegn jafn­ræðis­reglu lag­anna og auk­in­held­ur hafi verið horft fram hjá sér­stöku hæfi M&C Sa­atchi, sem Pip­ar/​TWBA tel­ur að hefði átt að úti­loka þátt­töku fé­lags­ins í útboðinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK