Samdráttur fyrir tíma COVID-19

mbl.is/Baldur Arnarson

Velta í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða var 14,5% minni í janúar-febrúar 2020 en á sama tímabili 2019. Eins var minni velta í greinum ferðaþjónustu en árið á undan sem og hafði hægt á byggingarframkvæmdum. Allt er þetta samdráttur fyrir tíma kórónuveirunnar á Íslandi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en þar segir að velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í janúar-febrúar 2020 gefi góða mynd af stöðu mála áður en áhrifa Covid-19 fór að gæta.

Velta í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða var 14,5% minni í janúar-febrúar 2020 en á sama tímabili 2019. Á sama tímabili minnkaði velta í heild- og umboðsverslun með fisk (-11,4%) og í framleiðslu málma (-13,9%).

Velta í „byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námu[greftri] og vinnsl[u] hráefna úr jörðu“ var 7,2% minni í janúar-febrúar 2020 en sömu mánuði 2019. Hins vegar var velta sl. 12 mánuði, mars 2019-febrúar 2020, svipuð og næstu 12 mánuði þar á undan.

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu var 9,9% minni í janúar-febrúar 2020 en sömu mánuði 2019. Mest var lækkunin í bílaleigu (-16,9%), hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggendum (-12,9%), og í farþegaflutningum (-27,8% til -13,1%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK