„Steig stórt skref í rétta átt“

Samtök iðnaðarins fagna ákvörðun Seðlabankans.
Samtök iðnaðarins fagna ákvörðun Seðlabankans. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Peningastefnunefnd Seðlabankans steig stórt skref í rétta átt með því að lækka stýrivexti um 0,75 prósentur sem tilkynnt var um í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

„Samtök iðnaðarins höfðu fyrir ákvörðunina sagt að full ástæða væri fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga stórt skref í lækkun stýrivaxta nú og fagna samtökin því þessari ákvörðun,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að ákvörðun peningastefnunefndar hafi byggt á þeim rökum sem samtökin bentu á í greiningu SI um stýrivexti sem séu nú til staðar til að taka stórt skref í lækkun stýrivaxta.

„Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu.“

Telja að samdrátturinn verði meiri 

Fram kemur að því miður virðist vera í spá Seðlabanka Íslands talsvert bjartsýnar forsendur um samdrátt í fjárfestingu einkaaðila á þessu ári en bankinn reiknar með ríflega 6% samdrætti þeirra í ár.

„Byggir bankinn þar m.a. á könnun sem gerð var meðal stærstu fyrirtækja landsins í janúar til febrúar á þessu ári en ljóst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir. Í því ljósi er þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK