Bíða eftir útboðslýsingu Icelandair

Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli.
Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Icelandair

Lífeyrissjóður verslunarmanna metur hugsanlega þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair þegar útboðslýsing liggur fyrir. Stjórnarformaður lífeyrissjóðsins segir harðar kjaradeilur félagsins og flugfreyja óheppilegar við þessar aðstæður en telur að Icelandair eigi enga leið framhjá samningum við Flugfreyjufélag Íslands.

Flugfreyjufélag Íslands hafnaði í gær á fundi hjá ríkissáttasemjara samningstilboði Icelandair sem félagið sagði lokatilboð sitt. Telur Icelandair að ekki verði lengra komist í viðræðunum. Markmið Icelandair var að gera breytingar á ákvæðum samninga til að skapa grundvöll til hagræðingar, á svipuðum nótum og samið hefur verið um við flugmenn og flugvirkja.

Sama dagskrá hluthafafundar

Fram hefur komið að slíkir samningar eru forsenda þess að félagið geti farið í hlutafjárútboð á næstunni. Boðað hefur verið til hluthafafundar á morgun þar sem á dagskrá er tillaga um hækkun hlutafjár. Fram hefur komið að ætlunin er að safna allt að 200 milljónum Bandaríkjadala sem svarar til nærri 29 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er dagskrá fundarins óbreytt, þrátt fyrir að viðræðum við flugfreyjur hafi verið slitið.

Íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í Icelandair og er Lífeyrissjóður verslunarmanna þeirra stærstur. Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að þátttaka lífeyrissjóðsins í hlutafjárútboðinu verði metin þegar útboðslýsing liggur fyrir. Nánar spurður um líkurnar á þátttöku segir hann ómögulegt um þær að segja. Þær upplýsingar sem liggi fyrir um hvernig reksturinn verður séu óljósar. Bíða verði eftir útboðslýsingu þar sem áætlanir félagsins verði skýrðar. Spurður um aðkomu lífeyrissjóðsins í aðdraganda útboðslýsingarinnar segir Stefán í Morgunblaðinu í dag, að hún hafi engin verið og sjóðurinn ekki sett nein skilyrði fyrir þátttöku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK