Aukin verðbólga og matarverð hækkar

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, er 2,7% í maí en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54% á milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 1,01% frá apríl 2020.

Reiknuð húsaleiga lækkaði um 0,6% (áhrif á vísitöluna -0,11%). Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,6% (0,24%). Húsgögn og heimilisbúnaður hækkaði um 2,9% (0,16%) og verð á nýjum bílum hækkaði um 3,7% (0,2%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%. Í apríl mældist verðbólgan 2,2% og samkvæmt spá Seðlabank­ans eykst verðbólga lít­il­lega á næstu mánuðum vegna áhrifa geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK