Fjórtán sagt upp hjá Birtíngi

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs.

Fjórtán starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Uppsagnirnar ná þvert á deildir fyrirtækisins að því er fram kemur í frétt MannlífsBirtíngur er meðal fjölmiðlafyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda. 

Birtíngur hefur verið starfandi frá árinu 1967 og gefur út fríblaðið Mannlíf auk tímaritanna Vikunnar, Gestgjafans og Húsa og hýbíla. Þá heldur félagið úti vefnum mannlif.is. 

Skipulagsbreytingar og hagræðing í rekstri eru sagðar ástæður uppsagnanna. „Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur verið erfitt um langt skeið og núverandi efnahagslægð hafi mikil áhrif á auglýsingar fyrirtækja sem leiði af sér minni tekjur. Þá er áfram óvissa um úthlutun fjölmiðlastyrks og horfur efnahagsmála á komandi mánuðum,“ er haft eftir Sigríði Dagnýju Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Birtíngs. 

Hún vonar að umhverfi einkarekinna fjölmiðla komi til með að styrkjast á næstu misserum. Hún segir stærð og umsvif RÚV á auglýsingamarkaði ásamt samdrætti í efnahagsmálum þvinga fjölmiðlafyrirtæki til hagræðingar og fækkunar starfa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK