Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti, en breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig og vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig.

Þetta kemur fram á vef bankans. 

Landsbankinn lækkaði síðast vexti 14. apríl en sú lækkun tók einkum mið af lækkun á bankaskatti.

Þá segir, að kjörvextir óverðtryggðra útlána lækki um 0,50 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra lána lækki um 0,30 prósentustig. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,50 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um allt að 0,75 prósentustig.

Innlánsvextir lækka um 0,05 - 0,75 prósentustig.

Ný vaxtatafla tekur gildi 1. júní nk. og munu nánari upplýsingar koma fram þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK