Seldi allan hlut sinn í Hertz

Carl Icahn fjárfestir.
Carl Icahn fjárfestir.

Ofurfjárfestirinn Carl Icahn seldi í gær öll hlutabréf sín í bílaleigunni Hertz. Að því er fram kemur í fréttamiðlum vestanhafs átti auðkýfingurinn ríflega 39% hlut í fyrirtækinu. Í tilkynningu frá fjárfestingafyrirtæki Icahns kemur fram að með sölunni hafi félagið tapað umtalsverðum fjárhæðum. 

Gengi bréfanna við sölu var 0,72 Bandaríkjadalir á hlut, en alls átti Icahn ríflega 55 milljónir hluta. Nam tap fjárfestisins vegna sölunnar rétt tæplega 1,6 milljarði Bandaríkjadala. Haft var eftir fjárfestinum að þrátt fyrir söluna væri hann bjartsýnn á framtíð bílaleigunnar. 

Eins og áður hefur komið fram sótti Hertz nýverið um greiðslu­stöðvun eft­ir slæm áhrif kór­ónu­veiruf­ar­ald­urs­ins á rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Alþjóðleg­ur rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars í Evr­ópu, Ástr­al­íu og á Nýja-Sjálandi fell­ur ekki und­ir greiðslu­stöðvun­ina, held­ur nær hún ein­göngu til Banda­ríkj­anna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK