Renault segir upp 15 þúsund manns

AFP

Franski bílaframleiðandinn Renault ætlar að segja upp 15 þúsund manns, þar af 4.600 í Frakklandi. Uppsagnirnar eru liður í að draga úr kostnaði sem nemur tveimur milljörðum evra á næstu þremur árum.

Forstjóri Renault, Clotilde Delbos, greindi frá þessu í tilkynningu í dag en fyrirtækið skilaði tapi í fyrsta skipti í tíu ár í uppgjöri sem birt var í febrúar. Bílaiðnaðurinn hefur átt í verulegum erfiðleikum að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins þar sem sala á bílum hefur dregist umtalsvert saman.

Renault er með 4% markaðshlutdeild á bílamarkaðinum og starfa yfir 179 þúsund manns hjá félaginu í 39 löndum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK