Icelandair hefur flug til Þýskalands 15. júní

Icelandair ætlar að hefja flug til þriggja borga í Þýskalandi, þrisvar sinnum í viku, frá og með 15. júní, en þetta bætist við fyrri áform félagsins um að hefja daglegar flugferðir til Kaupmannahafnar frá 15. júní og fjórum flugferðum á viku til Amsterdam frá 16. júní.

Icelandair greinir frá fluginu til Þýskalands í tölvupósti sem sendur var út núna í hádeginu.

Borgirnar þrjár sem um ræðir eru Berlín, München og Frankfurt.

Eins og greint var frá í morgun hafa sex flugfélög til­kynnt um áform sín um flug­ferðir um Kefla­vík­ur­flug­völl í sum­ar. Ung­verska flug­fé­lagið Wizz Air ríður á vaðið með ferð til flug­vall­ar­ins London Lut­on í kvöld.

Hin flug­fé­lög­in sem ætla að fljúga frá Kefla­vík í sum­ar eru Atlantic Airways, Czech Air­lines, Icelanda­ir, SAS og Transa­via.

Samkvæmt upplýsingum sem ríkisstjórnin sendi út í hádeginu munu ferðalangar sem hingað koma til lands þurfa að greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku eða fara í tveggja vikna sóttkví.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK