„Komum til baka líkt og eldflaug“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríkin munu koma til baka líkt og eldflaug þegar faraldri kórónuveiru lýkur endanlega. Þetta sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í dag. Var tilefni fundarins tölur um góða atvinnuþátttöku í Bandaríkjunum. Komu tölurnar mikið á óvart en þvert á spár sérfræðinga dróst atvinnuleysi umtalsvert saman í maímánuði. 

„Efnahagslega séð verður næsta ár eitt besta ár í sögu Bandaríkjanna,“ sagði forsetinn á fundinum og bætti við að erfiðleikarnir séu nú að baki. Fram undan séu jafnframt bjartari tímar. „Tölurnar líta gríðarlega vel út og eru upphaf að langtíma vexti hjá okkur. Við munum aftur byggja upp besta hagkerfi heimsins. Það verður ekkert hagkerfi eins og það bandaríska. Ég held að næstu mánuðir verði frábærir,“ sagði forsetinn. 

Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti í Bandaríkjunum þar sem fleiri ríki koma til með að aflétta hömlum. Enn eru talsverðar takmarkanir í gildi í stórum ríkjum á borð við Kaliforníu og New York. Ekki má telja ólíklegt að hagkerfið kunni að taka enn betur við sér þegar lífið kemst í eðlilegt horf í slíkum ríkjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK