Meira flutt út en inn í maí

Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 53 milljörðum króna í maí 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 51,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í apríl, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hagstæð um 1,7 milljarða króna. Í maí 2019 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,8 milljarða króna á gengi hvors árs.

Verðmæti vöruútflutnings var 10,3 milljörðum króna minna í maí 2020 en í maí 2019 eða sem nemur 16,3% á gengi hvors árs. Minni viðskipti voru í öllum flokkum, þá sérstaklega í útflutningi á iðnaðarvöru.

Verðmæti vöruinnflutnings í maí 2020 var 14,8 milljörðum lægra en í maí 2019 eða 22,4% á gengi hvors árs. Lækkun var í öllum flokkum nema í innflutningi á hrávörum og rekstrarvörum, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK