Methækkun í metviðskiptum

Farþegaþota American Airlines hefur sig til flugs.
Farþegaþota American Airlines hefur sig til flugs. AFP

Gengi hlutabréfa flugfélagsins American Airlines hækkaði um 41% í bandarísku kauphöllinni í gær. Er þetta mesta dagshækkun félagsins frá árinu 2013, en samtals námu viðskipti með bréf fyrirtækisins rétt tæplega 400 milljónum.

Það er sömuleiðis nýtt met í viðskiptum með bréf flugfélagsins. Áður höfðu mest viðskipti verið 7. apríl sl. eða rétt um 138 milljónir.

Hækkunin kemur í kjölfar aukinnar bjartsýni meðal fjárfesta um að verstu mánuðirnir séu yfirstaðnir í heimsfaraldri kórónuveiru. Flugfélagið tilkynnti jafnframt í gær að það hygðist auka sætaframboðið í júlí og er það nú rétt um helmingurinn af því sem það var í fyrra. 

American Airlines var ekki eina flugfélagið sem hækkaði á markaði í gær, en gengi flestra bandarískra flugfélaga hækkaði. Eru vísbendingar um að spurn eftir flugsætum sé að glæðast, sem jafnframt eykur á bjartsýni fjárfesta. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK