WOW í loftið að nýju

mbl.is/Hari

Flugfélagið WOW er að hefja starfsemi að nýju og verða höfuðstöðvar fraktflutninga félagsins í  Martinsburg í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. 

Félagið er að hefja starfsemi sem fraktflutningafélag á heimsvísu og er komið með flugskýli þar og vöruhús, samkvæmt færslu á Facebook-síðu félagsins. Ekkert er minnst á farþegaflutninga á vegum félagsins í færslunni.

Michele Roosevelt Edw­ards, eig­andi nýja WOW air, hefur áður boðað að flugrekst­ur fé­lags­ins sé að hefjast, síðast í janúar.

Á blaðamanna­fundi í sept­em­ber, eft­ir að Edw­ards hafði keypt eign­ir þrota­bús WOW, sagði hún að hið nýja fé­lag myndi hefja sig til flugs í októ­ber.

Ekk­ert varð hins veg­ar af því og sagði Edw­ards, sem fram að þeim tíma hafði gengið und­ir nafn­inu Michele Ball­ar­in, við vef­inn Flig­ht­global að áætl­un um að hefja flug­ferðir hefði verið frestað fram í des­em­ber.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK