22 þúsund starfsmönnum Lufthansa sagt upp

AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa mun fækka störfum um 22 þúsund eða sem nemur 16% af starfsmönnum félagsins. Þetta er gert vegna þess að um 100 færri flugvélar verða í notkun hjá félaginu eftir kórónuveirukreppuna að því er segir í tilkynningu.

Um er að ræða starfsfólk í fullu starfi og er um helmingur þeirra starfandi fyrir Lufthansa í Þýskalandi.

Stjórnendur Lufthansa telja að spurn eftir flugi verði hæg í sjáanlegri framtíð. Um 700 af 763 flugvélum félagsins voru kyrrsettar þegar kórónuveirufaraldurinn fór að geisa í Evrópu og neyddist félagið til þess að setja 87 þúsund starfsmenn í hlutabótastarf. 

Lufthansa fékk í síðustu viku 9 milljarða evra aðstoð frá þýska ríkinu en tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi nema 2,3 milljörðum evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK