Uppsveifla í bókunum hjá Airbnb

Frá ströndinni í Miami-borg í gær.
Frá ströndinni í Miami-borg í gær. AFP

Bókunarfyrirtækið Airbnb kveðst hafa séð uppsveiflu í fjölda bókana að undanförnu, eftir að ferðageirinn tók snögga og djúpa dýfu þegar faraldur kórónuveirunnar fór að breiðast út um heimsbyggðina.

„Kórónuveiran hefur veitt ferðaiðnaðinum, þar á meðal Airbnb, þungt högg og það mun áfram vera mjög mikil óvissa,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag.

„En, bókunargögn okkar sýna að ferðalög eru að byrja að sveiflast til baka.“

Fyrirtækið bendir meðal annars á að á tímabilinu 17. maí til 6. júní hafi fleiri gistinætur verið bókaðar innan Bandaríkjanna en á sama tímabili á síðasta ári.

„Algengustu orðin á nýjum óskalistum notenda Airbnb eru „strönd“ og „sumar“, svo að fólk er greinilega áfjáð í að hefja ferðalög,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK