30% fyrirtækja búa við óvissu

Tæpur þriðjungur fyrirtækja hér á landi, eða um 30%, býr …
Tæpur þriðjungur fyrirtækja hér á landi, eða um 30%, býr við verulega óvissu í rekstrarumhverfi sínu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Brynjar Gauti

Tæpur þriðjungur fyrirtækja hér á landi, eða um 30%, býr við verulega óvissu í rekstrarumhverfi sínu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Óvissan og áhættan getur verið mikil næstu misseri ef faraldurinn tekur sig upp að nýju.

Þetta er niðurstaða svokallaðs COVID-váhrifamats sem Creditinfo hefur unnið með gerð líkans þar sem lagt er mat á áhrif kórónuveirufaraldursins í íslensku efnahagslífi. Um er að ræða samvinnuverkefni Creditinfo á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi.

Í matinu er tekið mið af fjárhagsupplýsingum, m.a. hver EBITDA-hagnaður fyrirtækja hefur verið og hvort eiginfjárhlutfall er hátt eða lágt. Einnig vegur þungt hversu mikil fjarlægð starfseminnar er við ferðaþjónustu að sögn dr. Gunnars Gunnarssonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo.

„Það er mikilvægt í þessu ástandi að leggja mat á hversu mikil áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefur á atvinnugreinina. Það þarf að huga að ýmsu. Veitingahús í Grafarholti verður t.d. ekki fyrir jafn miklum áhrifum af þessu ástandi og veitingahús í miðborginni. Sum fyrirtæki eru algjörlega háð ferðaþjónustunni en önnur alls ekki. Það hefur mikil áhrif á matið,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK