Um 40% fyrirtækja sóttu um

Höfuðstöðvar Creditinfo.
Höfuðstöðvar Creditinfo. mvl.is/Ernir Eyjólfsson

Hátt í 40% þeirra fyrirtækja sem eru virk í landinu og hafa fleiri en sex starfsmenn sóttu um hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar þegar opnað var fyrir umsóknir.

Þetta sýna tölur Creditinfo sem nú hefur birt svokallað váhrifamat vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fjallað var um matið á síðum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag.

Samkvæmt gögnum Creditinfo eru um 18.000 virk fyrirtæki í landinu og 3.000 þeirra fylla fyrrnefndan flokk hvað starfsmannafjölda varðar. Í töflu sem Creditinfo hefur tekið saman má sjá hvernig fyrirtækin sem sóttu um úrræði ríkisstjórnarinnar flokkast eftir lánshæfismati því sem fyrirtækið gefur út og því hversu mikil óvissa ríkir í rekstrarumhverfi sömu fyrirtækja út frá váhrifamatinu.

Athygli vekur að 7,1% fyrirtækjanna sem sóttu um er með lánshæfismat 1 (besta skor) og býr við óverulega óvissu. Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir þessar tölur sýna að óvissan er í raun mjög mikil víðast hvar í kerfinu og að flest fyrirtæki fundu með einhverjum hætti fyrir áhrifum veirunnar meðan hún var í hámarki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK