Jón ráðinn forstjóri Origo

Jón Björnsson.
Jón Björnsson. mbl.is/Golli

Stjórn Origo hf. hefur ráðið Jón Björnsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu þann 21. ágúst.

Jón Björnsson hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum, að því er segir í tilkynningu. 

Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com og Klappir Grænar Lausnir.

„Þetta er mest spennandi bransinn í dag og Origo stendur á mjög áhugaverðum stað á sinni vegferð. Félagið hefur einstaka blöndu af hugviti, mannauð, þekkingu og reynslu á þessum markaði sem hefur skilað árangri bæði hérlendis og erlendis. Það er tilhlökkun að fá að taka næstu skref með starfsfólki Origo,“ segir Jón í tilkynningunni sem hefur verið birt á vef Kauphallar Íslands. 

Tilkynningin í heild. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK