Þriðjungur vill endurgreiðslu

Minnihluti viðskiptavina flugfélagsins hefur óskað eftir endurgreiðslu.
Minnihluti viðskiptavina flugfélagsins hefur óskað eftir endurgreiðslu.

Viðskiptavinum Icelandair hefur gengið illa að fá endurgreitt frá flugfélaginu vegna aflýstra flugferða. Í sumum tilfellum hefur enn ekki borist greiðsla þó að liðnir séu nokkrir mánuðir frá því óskað var eftir endurgreiðslu.

Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur tekið langan tíma að afgreiða málin. Segir hún að niðurfellingar flugfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi haft áhrif á hundruð þúsunda farþega.

Um þriðjungur umræddra farþega hefur óskað eftir endurgreiðslu miða. Þá hefur meirihluti þegið inneignarnótur eða fallist á að breyta dagsetningum flugferða.

„Við þurftum að fella niður nær allt flug á þessum tíma. Það er því ljóst að þetta hafði áhrif á hundruð þúsunda farþega og þar af hefur þriðjungur óskað eftir að fá miðana endurgreidda. Það eru mörg útistandandi mál og það hefur tekið langan tíma að afgreiða þau. Við gerum allt sem við getum til að afgreiða þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Ásdís, sem aðspurð kveðst ekki þekkja hvort kröfur einstakra viðskiptavina hafi verið sendar í innheimtu.

Neytendasamtökin hafa fengið inn á borð til sín mál viðskiptavina Icelandair, segir Breki Karlsson, formaður samtakanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK